7.805 sólkerfi bara byrjunin

Hilmar Veigar Pétursson ávarpar gesti afmælisveislunnar.
Hilmar Veigar Pétursson ávarpar gesti afmælisveislunnar. Ljósmynd/CCP

Starfsfólk tölvuleikjaframleiðandans CCP kom saman um helgina til að fagna 20 ára afmæli flaggskips fyrirtækisins, fjölspilunarleiksins EVE Online, sem rúmlega 60 milljónir notenda hafa spilað síðan leikurinn kom út vorið 2003 eftir sex ára þróunarvinnu.

„Við buðum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum í partýið,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, í samtali við Morgunblaðið og bendir á að 20 ára óslitin saga tölvuleiks sé ákaflega merkilegt fyrirbæri, því hafi líklega aðeins fimm tölvuleikir náð.

Ungir krakkar í gömlum leik

Hafa rúmlega 1.600 starfsmenn CCP komið að gerð og þróun EVE Online á ferli leiksins og kannski ekki vanþörf á þegar sögusvið eins tölvuleiks spannar 7.805 sólkerfi.

„Nú er náttúrulega mikið í gangi, við erum með verkefni í framleiðslu úti um allar jarðir, við höfum tilkynnt að við erum að gera skotleik hérna í London og munum tala meira um hann á aðdáendahátíðinni EVE Fanfest í september,“ segir Hilmar frá, en sú hátíð verður haldin á Íslandi sem endranær.

Kveður Hilmar það gleðiefni hve margt ungt fólk sé í þeim hópi sem um þessar mundir er að kynnast EVE. „Mér þótti ótrúlega vænt um að tiltölulega ungir krakkar hefðu ákveðið að fara að spila 20 ára gamlan leik og væru svo auk þess að senda forstjóranum pósta,“ segir Hilmar Veigar Pétursson forstjóri.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert