Nýjar veiðitölur frá angling

Frá Grímsá í Borgarfirði þar sem veiði hófst í gærmorgun …
Frá Grímsá í Borgarfirði þar sem veiði hófst í gærmorgun og var 18 löxum landað fyrsta daginn. Hreggnasi

Vikurlegar veiðitölur frá Landssambandi Stangaveiðifélaga birtust í morgun og virðist tímabilið byrja með ágætum á flestum stöðum. Vatnsbúskapur er með besta móti sem gerir aðstæður til veiða ákjósanlegar.

Flestar árnar hafa nú opnað, en þó eiga sumar ár á Norðausturlandi eftir að opna. Hofsá og Selá í Vopnafirði opna þann 25. júní, en í Selárfossi sáust til að mynda um 30 laxar í gær.

Samkvæmt listanum yfir aflahæstu árnar það sem af er þá er Þverá/Kjarrá í Borgarfirði efst á listanum með 238 laxa, en síðasta vika gaf þar 114 laxa.  Þetta er á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra en þá var búið að skrá 256 laxa.

Ekki hafa borist veiðitölur fyrir vikuna frá Urriðafossi í Þjórsá en fyrir viku síðan voru komnir 211 laxar á land. Fregnir hafa borist af góðri veiði þar upp á síðkastið og ekki ólíklegt að heildarveiðin sé talsvert yfir 300 laxa.

Norðurá í Borgarfirði er í þriðja sæti með 175 laxa og skilaði síðasta vika 80 löxum á land, en 233 laxar voru komnir á land þar á sama tíma fyrir ári síðan.

Aðrar ár sem fylgja í  kjölfarið eru:

  • Blanda 118 laxar - vikuveiðin 66 laxar.
  • Miðfjarðará 95 laxar - veiði hófst 15. júní. 
  • Brennan í Hvítá 76 laxar - veiði hófst 5. júní.
  • Haffjarðará  75 laxar - veiði hófst 14. júní. 
  • Elliðaárnar 20 laxar - veiði hófst 20. júní.
  • Langá 20 laxar - veiði hófst 19. júní.
  • Ytri-Rangá 18 laxar - veiði hófst 20. júní. 
  • Hítará. 18 laxar - veiði hófst 18. júní.
  • Flókadalsá 16 laxar - veiði hófst 18.júní.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert