250 merki fyrir 20 pundara í Nesi

Merki af þessum toga eru eftirsótt, enda staðfesting á merkilegri ...
Merki af þessum toga eru eftirsótt, enda staðfesting á merkilegri veiði. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Viðurkenningamerki fyrir merkislaxa eru að færast í vöxt í veiðinni. Fyrstir til að veita slíkar viðurkenningar, eftir því sem Sporðaköst komast næst, var Nessvæðið í Laxá í Aðaldal. Fyrir sex árum var ákveðið að búa til sérstakt merki sem veiðimenn sem veiddu tuttugu punda lax, voru sæmdir. Nú er búið að afhenda um 250 slík merki, að sögn Árna Péturs Hilmarssonar, staðarhaldara í Nesi.

Árni Pétur Hilmarsson með gull og silfur merki í veiðihattinum. ...
Árni Pétur Hilmarsson með gull og silfur merki í veiðihattinum. Hann er einn af fjórum handhöfum 30 punda merkisins. Ljósmynd/Eggert Skúlason

„Við pöntuðum fyrst 200 svona merki og þau eru búin, þannig að við erum komin á skammt tvö,“ sagði Árni Pétur í samtali við Sporðaköst. Hann segir að stórlaxaárið mikla 2016 hafi aðeins skekkt þessa mynd. „Þá afhentum við ótrúlega mörg merki. Í framhaldi af því ákváðum við að útbúa einnig 30 pundara merkið. Fjögur slík hafa verið afhent á síðustu þremur árum.“

Árni Pétur er sjálfur handhafi slíks merkis og aðrir sem hafa fengið merkið eru; Örn Kjartansson, Eðvarð Franklín Benediktsson og einn sem vill vera nafnlaus. „Sá vildi ekki athyglina á sínum tíma og við virðum það.“

Miðfjarðarármerkið er nýtilkomið og staðfesting á að veiðimaður hafi veitt ...
Miðfjarðarármerkið er nýtilkomið og staðfesting á að veiðimaður hafi veitt 100 sentímetra fisk eða stærri. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Miðfjarðará tók þennan sið upp í fyrra og þar er veitt viðurkenningarmerki fyrir 100 sentímetra lax. Rafn Valur Alfreðsson leigutaki, segir þetta skemmtilegan sið og veiðimönnum þyki ákaflega vænt um þessa staðfestingu á eftirminnilegri veiði á ferlinum.

Viðurkenning fyrir maríulax

En það eru fleiri merki sem veitt eru til veiðimanna fyrir merkilega fiska. Nokkuð er síðan að veiðibúðin Veiðihornið í Síðumúla fór að veita merki fyrir maríulax. Eina skilyrðið er að Veiðihorninu sé send mynd af fiski og veiðimanni. Að sama skapi býður Veiðihornið upp á merki sem staðfestingu á að veiðimaður hafi veitt 20 punda fisk. Einnig er merki sem einfaldlega geymir ártal og þar segir „Fly fishing Iceland 2018.“

Veiðihornið er með nokkrar útgáfur af mekjum og margir erlendir ...
Veiðihornið er með nokkrar útgáfur af mekjum og margir erlendir veiðimenn safna ártalsmerkjunum. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu segir að margir erlendir veiðimenn sæki í ártalsmerki. „Hér koma stundum erlendir veiðimenn með röðina af merkjum frá okkur í veiðivestinu og eru mjög spenntir að ná sér í nýtt ártal. Þetta er eitthvað sem við höfum mjög gaman af líka,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6