Tvær mjög veiðnar

Zelda er ein af spútnikflugum síðustu ára. Hún hefur gert ...
Zelda er ein af spútnikflugum síðustu ára. Hún hefur gert það gott í laxinum. Flugan er til í ýmsum litum. Ljósmynd/Veiðihornið

Flugur vikunnar að þessu sinni koma hvor úr sinni áttinni en eiga það sameiginlegt að vera mjög veiðnar. Annars vegar er það spútnikflugan Zelda og hins vegar gamli klassíski Nobblerinn.

Þessa vikuna er það flugan Zelda fyrir lax. Hún er ein af spútnikflugunum sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðustu árin. Helsta einkenni Zeldu er kúlan sem þyngir fluguna þannig að hún fer rétt undir vatnsyfirborð og veiðir örlítið dýpra en óþyngd fluga. Zeldan hefur sannað sig víða um land síðustu sumur.

Nobbler er klassísk silungafluga sem þarf að vera til hjá ...
Nobbler er klassísk silungafluga sem þarf að vera til hjá öllum sem ætla í silung. Ljósmynd/Veiðihornið

Nobbler fyrir silunginn

Þessi klassíska straumfluga er án efa einhver sú vinsælasta. 

Stuttur Nobbler í ýmsum litum veiðir vel jafnt urriða sem bleikju, staðbundna fiska og sjógengna. Nobbler í ýmsum litum og nokkrum stærðum verða að vera til í boxum allra veiðimanna.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is