Nýjasta útfærslan af Frances

Þetta er ný útfærsla og kallast tvöfaldur Frances. Enginn búkur …
Þetta er ný útfærsla og kallast tvöfaldur Frances. Enginn búkur er hnýttur aftan við keiluna, heldur eru tvær keilur settar saman. Ljósmynd/Veiðihornið

Einhver mest notaða fluga á Íslandi er Frances. Hún er reyndar til í fjölmörgum útgáfum. Allt frá því að vera stór túpa yfir í litlar og nettar flugur. Nú er komin fram enn ein útgáfa af þessari vinsælu flugu. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu velur flugu dagsins.

„Þetta er tvöfaldur Frances. Þessi keilutúpa hefur verið leynivopn nokkurra veiðimanna undanfarið. Hnýtingin er óhefðbundin því í stað þess að hnýta búk aftan við tungstenkeiluna er notuð önnur keila. Sem sagt tvöföld tungstenkeila. Þessi steinsekkur hratt og er nauðsynleg í vopnabúrið þegar koma verður flugu hratt niður fyrir þungan straum. Tvöfaldur Frances er til bæði rauður og svartur með svartri og gulri tungstenkeilu,“ segir Ólafur um flugu dagsins að þessu sinni.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira