Randalína í diskóútgáfu

Randalína er fluga sem hefur fallið í gleymskunnar dá en …
Randalína er fluga sem hefur fallið í gleymskunnar dá en er hér endurvakin í nýrri útfærslu. Ljósmynd/Veiðihornið

Fluga dagsins heitir Randalína. Þetta er ein af þessum gömlu sem hafa gleymst en hún var mikið notuð fyrir þremur til fjórum áratugum. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu velur flugu dagsins.

„Þessi vel þekkta tvívængjutúba var mikið notuð fyrir þrjátíu til fjörutíu árum. Hún féll síðar í gleymskunnar dá fyrir nútíma tískuflugum. Hér er Randalína komin í smá diskóútfærslu með glimmeri. Svona hefur hún veitt sérstaklega vel í lituðu vatni. Best virðist hún virka ef kastað er 45 gráður niður, línan menduð og slakinn tekinn af og svo algjört dauðarennsli,“ segir Ólafur um þessa endurhönnuðu gleymdu flugu.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira