Þessi getur vakið laxinn í tökuleysi

Bomber. Þessi útfærsla heitir Electric blue. Bomberar eru til í …
Bomber. Þessi útfærsla heitir Electric blue. Bomberar eru til í ýmsum litum. Ljósmynd/Veiðihornið

Bomber er fluga dagsins og er hann til í ýmsum útfærslum og litum. Þetta er fluga sem veiðir í yfirborðinu og getur því gefið veiðimanni magnaða upplifun. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu velur flugu dagsins.

„Bomber hefur oft virkað mjög vel þegar maður kemur að hyl og veit að það er fullt af fiski en engin taka. Þá getur verið gott að renna Bomber yfir til að „vekja“ hylinn því oftar en ekki fer laxinn af stað, stekkur eða kemur upp með „head & tail“,“ segir Ólafur um flugu dagsins.

Litaafbrigði af Bomber eru margvísleg. Flugan er hönnuð til að …
Litaafbrigði af Bomber eru margvísleg. Flugan er hönnuð til að fljóta og getur oft vakið áhuga laxins þegar lítið er að gerast. Ljósmynd/Veiðihornið

„Ef það gerist að laxinn fer af stað við Bomberinn, en ennþá er engin taka, er gott ráð að klippa Bomberinn af og skella undir minnstu smáflugum sem þú finnur í boxinu og strippa hratt. Bingó!“

Þegar veitt er með Bomber er mikilvægt að hann fái að fljóta á hraða árinnar. Algengast er því að veiða með honum andstreymis, en ýmsar útfærslur eru til.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira