Tíundi hver fiskur 20 pundari

Árni Geir með Grundarhornströllið. Hann mældist 102 sentímetrar á lengdina …
Árni Geir með Grundarhornströllið. Hann mældist 102 sentímetrar á lengdina og 50 sentímetrar í ummál. Telst vera 24 pund. Ljósmynd/Aðsend

Tuttugasti og fimmti tuttugu pundarinn kom á land í Nesi í Aðaldal í gær. Árni Geir Pálsson landaði fiskinum í veiðistaðnum Grundarhorni. Hann mældist 102 sentímetra langur og fimmtíu sentímetrar að ummál. Júlíus Þorfinnsson, veiðifélagi Árna Geirs, háfaði fiskinn.

Leiðsögumaðurinn þeirra Björgvin „Krauni“ Viðarsson hafi aðeins brugðið sér frá að eltast við kindur eins og menn gera gjarnan í sveitinni á þessum árstíma.

Flugan er skírð í höfuðið á Kraun sem heitir í …
Flugan er skírð í höfuðið á Kraun sem heitir í raun Björgvin Viðarsson. Hann var leiðsögumaður Árna Geirs. Ljósmynd/Aðsend

Hægurinn tröllslegi tók túbu sem Árni Geir hnýtti sjálfur og skírð er í höfuðið á Krauna. Túbunni þykir svipa mjög til snældu.

Mjög erfið veiði hefur verið síðustu vikur í Nesi þar sem mikill þörungablómi í Mývatnssveit litar ána en nú virðist það vera í rénun. „Þetta stefnir í lélegt meðal ár hjá okkur,“ sagði Árni Pétur Hilmarsson, staðarhaldari í Nesi, í samtali við Sporðaköst í morgun. „Við erum komin í tæplega 240 fiska. Ef síðustu hollin verða þokkaleg eins og ég held að geti gerst þá förum við í 260 fiska. Og ég held við eigum eins og einn þrjátíu pundara inni.“

Þetta er 25. tuttugu plús fiskur sem veiðist í Nesi …
Þetta er 25. tuttugu plús fiskur sem veiðist í Nesi í sumar. Samtals eru komnir í bók um 240 laxar. Hlutfallið af 20 pundurum er því ótrúlega hátt. Ljósmynd/Aðsend

Það er ótrúlega hátt hlutfall í einni veiðiá að yfir tíu prósent af veiddum löxum séu hundrað sentímetrar og lengri. Þetta undirstrikar enn og aftur hversu mikil stórlaxaá Laxá í Aðaldal er.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert