Fyrstu urriðarnir úr Villingavatni

Auke van der Ploeg með flottan urriða úr Villingavatni. Aðstæður …
Auke van der Ploeg með flottan urriða úr Villingavatni. Aðstæður í dag eru erfiðar. Bálhvasst en menn eru samt kátir. Ljósmynd/RID

Fyrstu urriðunum úr Villingavatni var landað í gær. Vatnið, sem stundum gengur undir nafninu Tjörnin er skammt frá syðsta hluta Þingvallavatns. Þar hafa oft gefið sig stórir urriðar og eru þeir af sama stofni og nágrannar þeirra, urriðarnir í Þingvallavatni.

Ragnar Ingi Danner og félagar hófu veiðar þar í gær og settu í sjö og lönduðu þar af fjórum urriðum og var sá stærsti um fimm pund. Sporðaköst heyrðu í þeim félögum nú í hádeginu þegar þeir voru komnir í bíl til að næra sig. „Við vorum næstum því orðnir úti,“ hlær Ragnar þegar hann svarar spurningunni; Hvernig eru aðstæður? „Það er bálhvasst, en hlýtt. Hálft vatnið er gruggað og töluverð alda. Þetta er samt alltaf gaman,“ segir Ragnar.

Þetta er flugan sem hann var að taka í Villingavatni. …
Þetta er flugan sem hann var að taka í Villingavatni. Hún hefur enn ekki fengið nafn. Ljósmynd/RID

Ragnar setti í hörkufisk í öldunni í morgun. „Ég var að veiða við landið í grugginu og fékk þessa feikna töku. Lausa línan hjá mér flæktist í einhverju í rokinu og eftir að stöngin bognaði alveg ofan í vatn fór hann. Þetta var hörkufiskur. Ég fann það þó ég sæi hann ekki.“ Þeir félagar hafa verið að nota straumflugu sem er hönnuð af Ragnari Inga og ólívugrænan Nobbler. „Hún heitir ekkert þessi sem ég bjó til. Hefur ekki fengið nafn enn. Þetta er bara svona eitthvert monster.“ Í morgun höfðu þeir sett í fjóra fiska og þeir tóku allir „monsterið.“

Um síðustu helgi var svo mikill ís á Villingavatni að varla sá á vök. Þeir félagar voru því frekar stressaðir yfir því hvernig aðstæður yrðu. „Allur ís var farinn af vatninu í gær og okkur var létt þegar við komum hingað.“

Ragnar Ingi Danner sleppir urriða í Villingavatni. Þessi tók óskírðu …
Ragnar Ingi Danner sleppir urriða í Villingavatni. Þessi tók óskírðu fluguna. Ljósmynd/Aðsend

Ragnar og félagar hafa orðið varir við fisk nánast hvert sem þeir hafa farið þannig að þeim finnst þetta líta vel út. Hollenski veiðimaðurinn Auke van der Ploeg landaði stærsta fiskinum og er það hinn myndarlegasti urriði.

Veiðitíminn í Villingavatni er frá 1. apríl og fram til 15. september. Að þessu sinni fór ís af vatninu ekki fyrr en rétt fyrir helgi og var ekki veiðandi í því fyrr en nú. Fjórar stangir eru leyfðar í vatninu. Á næstu dögum opna fleiri spennandi urriðastaðir í sjálfu Þingvallavatninu. Þannig er opnun á ION svæðinu á morgun og verða það sjálfsagt spenntir veiðimenn sem taka þar fyrstu köstin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert