Páfagauksflugurnar vinsælar

Páfagauksflugurnar eru í margvíslegum litum og mynstrum.
Páfagauksflugurnar eru í margvíslegum litum og mynstrum. Ljósmynd/Veiðihornið

Parrot Flies er nýja serían af flugum frá Marek Imierski, margföldum sigurvegara í fluguhnýtingakeppnum. Páfagaukaflugurnar hafa tælt urriða og sjóbirtinga víða. Flugurnar hafa verið sérstaklega gjöfular í Þingvallavatni en einnig höfum við heyrt góðar sögur af flugum Imierski úr Veiðivötnum í sumar.

Cezary Fijalkowski hefur veitt mikið af stórurriða í Þingvallavatni í vor og sumar og hefur gert góða veiði á Páfagauksflugurnar. Hann fór með Marek í Þingvallavatn þar sem höfundurinn setti í sannkallaðan stórfisk á eina af sínum flugum.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is