Vatnsmagn í Norðurá aldrei minna

Myndin tekin um verslunarmannahelgina og má sjá afrennsli fossins til …
Myndin tekin um verslunarmannahelgina og má sjá afrennsli fossins til vinstri er orðið alveg þurrt. Skessuhorn/Guðmundur Bjarki Halldórsson.

Vatnsbúskapur Norðurár í Borgarfirði er kominn niður í sögulegt lágmarki og á rennslismælinum í Stekk, neðarlega í ánni mældist rennslið 1,7 rúmmetra á sekúndu í gær.

Þetta kemur fram í Skessuhorninu, fréttaveitu Vesturlands. Til samanburðar var rennslið 3,8 rúmmetrar á fyrsta veiðidegi í ánni í byrjun júní og þótt mönnum nóg um. Rennslið var 40 rúmmetrar þegar veiði hófst rigningarsumarið 2018.

Í gær var 241 lax kominn á land úr Norðurá og er það minnsta veiði í manna minnum. Í síðustu viku komu aðeins 16 laxar á land. Minnsta skráða heildarveiði síðan 1974 er 856 laxar og hæpið að sú tala náðist á þessu sumri.

Meðfylgjandi tvær myndir af fossinum Glanna sem birtar voru á Skessuhorninu.  Efri myndin var tekin verslunarmannahelgina en neðri myndin 17. júlí síðastliðinn. Þótt einungis líði rúmar tvær vikur milli mynda sést vel hversu mikið hefur dregið úr rennsli í ánni

Þessu vatnsskortur í Norðurá er einkennandi fyrir allar árnar í Borgarfirði í sumar og veiðin eftir því. 

Mynd af Glanna tekin þann 17. júlí og sést hvað …
Mynd af Glanna tekin þann 17. júlí og sést hvað munurinn á vatnsmagni er mikill. Skessuhorn/Guðmundur Bjarki Halldórsson.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira