Flottur gangur í Deildará

Annar skosku veiðimannanna með fallegan lax úr Deildará í gær.
Annar skosku veiðimannanna með fallegan lax úr Deildará í gær. Ljósmynd/Aðsend

Ágæt veiði hefur verið í Deildará á Sléttu það sem af er sumri og er heildarveiðin komin yfir veiðina síðastliðið sumar.

Að sögn Freys Guðmundssonar, leigutaka árinnar, eru tveir skoskir veiðimenn við veiðar í ánni þessa daganna og hafa þeir landað 20 löxum eftir rúmlega þriggja daga veiði.

Heildarveiðin í hádeginu stóð í 173 löxum og áin komin yfir veiði síðasta sumars þegar 163 laxar veiddust allt tímabilið. Veitt er á allt að þrjár stangir á dag fram til síðari hluta september.

Skotarnir veiddu meðal annars 95 cm lax í gærdag úr veiðistaðnum Holtunum sem er stærsti lax sumarsins úr ánni. Áætluðu Skotarnir að laxinn hafi verið um 9 kíló að þyngd. Fyrr í sumar höfðu veiðst tveir 92 cm laxar en gott hlutfall af stórlaxi mun vera í ánni.

Sagði Freyr að lokum að ágætur gangur hefði líka verið í Ormarsá sem þar er í næsta nágrenni og fyrir um viku voru komnir um 250 laxar þar í bók.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert