120 laxa holl í Laxá í Dölum

Frá Dönustaðagrjótum í Laxá í Dölum.
Frá Dönustaðagrjótum í Laxá í Dölum. Ljósmynd/Aðsend

Hópur veiðimanna sem lauk veiðum í Laxá í Dölum á hádegi í gær landaði 120 löxum eftir þriggja daga veiði á sex stangir.

Þessi frábæra veiði er ekki ódæmigerð í Laxá í Dölum þegar liðið er fram á sumarið en hún eins og margar aðrar ár á vesturhelmingi landsins er sérstaklega viðkvæm fyrir langvarandi þurrkum eins og einkennt hefur sumarið í ár.

Haustið er því oftar en ekki besti veiðitím­inn í Döl­un­um þegar haustrign­ing­ar dembast yfir landið og vatnsmagnið eykst. Þegar hitastigið fer lækkandi með haustinu fara gjarnan stór­lax­arn­ir í ánni á hreyfingu en slíkur stórfiskur gengur undir nafninu Dalabrandur í sveitinni.

Er því heldur betur að rætast úr veiðinni í Laxá þar sem ástandið hefur lengst af verið erfitt í sumar og heildartalan nú nálægt 400 löxum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira