120 laxa holl í Laxá í Dölum

Frá Dönustaðagrjótum í Laxá í Dölum.
Frá Dönustaðagrjótum í Laxá í Dölum. Ljósmynd/Aðsend

Hópur veiðimanna sem lauk veiðum í Laxá í Dölum á hádegi í gær landaði 120 löxum eftir þriggja daga veiði á sex stangir.

Þessi frábæra veiði er ekki ódæmigerð í Laxá í Dölum þegar liðið er fram á sumarið en hún eins og margar aðrar ár á vesturhelmingi landsins er sérstaklega viðkvæm fyrir langvarandi þurrkum eins og einkennt hefur sumarið í ár.

Haustið er því oftar en ekki besti veiðitím­inn í Döl­un­um þegar haustrign­ing­ar dembast yfir landið og vatnsmagnið eykst. Þegar hitastigið fer lækkandi með haustinu fara gjarnan stór­lax­arn­ir í ánni á hreyfingu en slíkur stórfiskur gengur undir nafninu Dalabrandur í sveitinni.

Er því heldur betur að rætast úr veiðinni í Laxá þar sem ástandið hefur lengst af verið erfitt í sumar og heildartalan nú nálægt 400 löxum.

mbl.is