Eric Clapton hluthafi í Vatnsdalsá

Eric Clapton með 108 cm laxi úr Línufljóti í Vatnsdalsá …
Eric Clapton með 108 cm laxi úr Línufljóti í Vatnsdalsá sem hann veiddi sumarið 2016. Hann er nú orðinn þriðjugshluthafi í félaginu sem leigir ána. vatnsdalsa.is

Tónlistarmaðurinn Eric Clapton er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu sem er með Vatnsdalsá á leigu. Þrír eigendur eru nú í félaginu GogP ehf. sem er með leigusamning við veiðifélag Vatnsdalsár.

Á sama tíma er Pétur Pétursson að selja sig út úr félaginu og segir þar með skilið við Vatnsdalinn sem hann hefur fóstrað frá því 1997.

Þessi breyting var kynnt á félagsfundi í Veiðifélagi Vatnsdalsár í gærkvöldi. Formaður félagsins kynnti þá nýja eigendur félagsins sem hefur leigusamninginn um ána. Um leið var greint frá brotthvarfi Péturs Péturssonar.

Aðrir hluthafar í félaginu GogP ehf. eru Björn K. Rúnarsson og Sturla Birgisson. Björn hefur lengi verið leiðsögumaður við Vatnsdalá og hluthafi með Pétri. Sturla rekur Laxá á Ásum og er landsþekktur matreiðslumaður.

Clapton er einn af þekktustu tónlistarmönnum í heimi.
Clapton er einn af þekktustu tónlistarmönnum í heimi. mbl.is

Björn Rúnarsson segir að auðvitað sé mikill styrkur að því að fá mann á borð við Eric Clapton inn í félagið. „Hann er ástríðuveiðimaður og elskar Ísland. Hann hefur veitt hér hjá okkur síðustu tíu ár og þetta er hans leið til að halda tengslum við ána og landið. Svo er náttúrulega dýrmætt að fá inn sem hluthafa mann með tengslanet á borð við Eric Clapton. Hann mun án ef nýtast okkur vel í að ná í nýja viðskiptavini,“ sagði Björn í samtali við Sporðaköst.

Allt útlit er fyrir að Clapton komi til veiða í sumar í Vatnsdalsá en Covid-ástand gæti komið í veg fyrir það. „Hann ætlar að koma en staðan er óljós. En við vonumst til að sjá hann,“ sagði Björn.

Pétur Pétursson sem er þar með að kveðja Vatnsdalinn átti hugmyndina að því að selja sig út og taldi kominn tíma á að breyta til. „Þetta er allt í sátt og samlyndi,“ sagði Björn um brotthvarf Péturs.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira