Vikutölurnar - svart og hvítt í veiðinni

Axel Björn Clausen, matreiðslumeistari með einn af 700 löxum sem …
Axel Björn Clausen, matreiðslumeistari með einn af 700 löxum sem veiddust í Eystri Rangá í vikunni. Ljósmynd/ES

Nú þegar tölur eftir síðustu viku í laxveiðinni liggja fyrir má sjá staðfestingu þess hversu ótrúleg veiði er í Eystri Rangá. Vikuveiði upp á 703 laxa á tólf til fjórtán stangir er hreinlega ótrúleg. Hann er ekki öfundsverður hann Gunnar Skúli Guðjónsson yfirgæd að sjá um bókanir öll kvöld. „Já þetta tekur alveg tímann sinn og maður er yfirleitt ekki farinn að sofa fyrr en eftir miðnætti,“ brosti Gunnar Skúli í samtali við Sporðaköst.

Það er að lifna yfir systuránni þó hún sé tæplega hálfdrættingur. Ytri Rangá er að skila ríflega 300 laxa vikuveiði og heildartalan er komin í 897.

Mjög hefur róast í Urriðafossi eftir frábæra byrjun. Þriðja sætið er Urriðafoss en Ytri Rangá er komin upp fyrir Þjórsá. Sem fyrr eru það stóru árnar á Suðurlandi sem eru í efstu þremur sætunum. Vikuveiðin í Urriðafossi var ekki nema 24 laxar og er svæðið komið í 657 laxa.

Það er Landssamband veiðifélaga sem birtir vikulegar veiðitölur á vef sínum angling.is. Þar má finna lista með 75 aflahæstu ánum.

Miðfjarðará skilaði ríflega 200 löxum þessa vikuna og færist upp um nokkur sæti og er í fjórða sæti með 540 laxa.

Í fimmta sæti er Norðurá. því næst kemur Þverá/Kjarrá. Vikuveiðin þar var ekki nema 129 laxar.

Haffjarðará er í sjötta sæti með  428 laxa og vikuveiði upp á 112 fiska.

Langá er í sjöunda sæti. Þar veiddust í síðustu viku 110 og er heildarveiðin komin upp í 385 laxa.

Laxá í Kjós átti góða viku. 122 löxum var landað og er hún komin í 325 fiska.

Selá er áttunda með 308 laxa sem gerir vikuveiði upp á 171 lax.

Hofsá og Laxá á Ásum eru hnífjafnar í níunda og tíunda sætinu með 276 og 275 laxa.

Þegar þetta er skrifað vantar tölur úr Norðurá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira