Hreggnasi með hæsta boð í Ytri-Rangá

Mikill áhugi var á útboði á veiðirétti í Ytri-Rangá og …
Mikill áhugi var á útboði á veiðirétti í Ytri-Rangá og Vesturbakka Hólsár. Tólf tilboð bárust. Hér er stund sannleikans að renna upp í veiðihúsinu við Ytri-Rangá. Ljósmynd/ES

Tilboð í veiðirétt í Ytri-Rangá og Vesturbakka Hólsár voru opnuð í veiðihúsinu við Ytri-Rangá í dag. Mikill áhugi var á útboðinu og bárust alls tólf tilboð.

Veiðifélagið tekur sér allt að fjórum vikum til að fara yfir tilboðin, að sögn Ara Árnasonar framkvæmdastjóra Veiðifélags Ytri-Rangár.

Þegar tilboðin voru lesin upp ríkti mikil spenna. Við fyrstu yfirferð virðist sem Hreggnasi sé með hæsta tilboðið, en félagið bauð ríflega 143 milljónir í leigu fyrir Ytri-Rangá og rúmar 20 milljónir fyrir Vesturbakka Hólsár. Tilboðið er til fimm ára og hljóðar upp á 715 milljónir fyrir sjálfa Ytri-Rangá og þar að auki rúmar tuttugu milljónir fyrir Vesturbakka Hólsár. Heildartilboðið er því hátt í 800 milljónir króna. Hreggnasi er með nokkrar ár á leigu. Laxá í Dölum, Grímsá og Svalbarðsá. Félagið er gjarnan kennt við Nóatúnsfjölskylduna.

Hæsta tilboð í Vesturbakka Hólsár kom hins vegar frá óstofnuðu félagi og hljóðaði það upp á rúmar 25 milljónir á ári.

Tilboðin lesin upp. Allir voru vel sóttvarðir. Veiðifélagið ætlar að …
Tilboðin lesin upp. Allir voru vel sóttvarðir. Veiðifélagið ætlar að taka sér fjórar vikur til að meta tilboðin en þau eru mörg flókin og þarfnast útreikninga. Ljósmynd/ES

Margir af þekktum leigutökum gerðu tilboð í veiðisvæðið. þannig var Fish Partner, Iceland Outfitters og fleiri með tilboð í veiðisvæðið.

Þetta er eitt umfangsmesta laxveiðisvæði landsins og telur samtals 22 stangir. Þannig er sextán stangir í Ytri-Rangá og sex á Vesturbakka Hólsár.

Sami leigutaki hefur verið með svæðið á leigu í átta ár og verður sumarið í sumar það síðasta og nýir leigutakar taka við sumarið 2022.

Ari Árnason, framkvæmdastjóri Veiðifélags Ytri-Rangár sagði í samtali við Sporðaköst, skömmu eftir að tilboðin voru opnuð að þessi mikli áhugi hefði ekki komið honum á óvart. „Þetta er eitt mest spennandi veiðisvæði landsins og við fundum fyrir miklum áhuga þegar við kynntum að til stæði að bjóða veiðiréttinn út.“

Sum þeirra tilboða sem bárust eru nokkuð flókin og þess vegna mun veiðifélagið taka sér allt að fjórar vikur til að fara yfir þau. Haft verður samband við alla tilboðsgjafa þegar þeirri yfirferð lýkur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert