Gaddfreðin en í mokveiði í Tungulæk

Inga Lind Karlsdóttir með stærðarinnar birting úr Tungulæk. Veðrið er …
Inga Lind Karlsdóttir með stærðarinnar birting úr Tungulæk. Veðrið er hvassviðri, mínus fjórar og skafrenningur. En það er mokveiði á þeim og það yljar aðeins á móti. Ljósmynd/Aðsend

Við ótrúlega erfiðar aðstæður er holl í Tungulæk búið að vera í mokveiði í dag. Það eru mínus fjórar gráður, hvasst og skefur á veiðimenn. „Við erum í alvöru í vandræðum með að telja,“ sagði fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir í samtali við Sporðaköst fyrr í dag.

Árni Hauksson með einn af mörgum í dag. Oft sést …
Árni Hauksson með einn af mörgum í dag. Oft sést sandur á fiskum sem hefur verið landað í Tungulæk, en nú er það bara snjór. Ljósmynd/ILK

„Við þurfum að flýta okkur að sleppa birtingunum áður en þeir frjósa. Við skiptumst á til að ná tilfinningu í puttana svo við getum tekið við af makkernum.“

Árni Hauksson, eiginmaður Ingu Lindar, er að landa fiski í Holunni þegar við erum að tala saman. Inga Lind stekkur út og tekur mynd og sendir á Sporðaköst. Flott mynd af kallinum með bolta birting. Næsta sem Inga Lind segir er: „Kominn hiti í puttana. Farin út að kasta. Þetta er geggjað.“

Brosað í gegnum frostið. Marteinn Jónasson með vígalegan birting frá …
Brosað í gegnum frostið. Marteinn Jónasson með vígalegan birting frá því í dag. Ljósmynd/Aðsend

Marteinn Jónasson er í hópnum og hann var nýbúinn að landa einum af mörgum stórfiskum þegar símtalið átti sér stað. Inga Lind er ekki að grínast þegar hún segir að þau séu ekki með töluna á hreinu. Útreikningar fara fram og niðurstaðan er 22 fiskar. Þá erum við að tala um landaða fiska, en auðvitað sluppu margir. Stærsti fiskurinn mældist 86 sentimetrar og segir Inga Lind að um þriðjungur hafi verið áttatíu plús. Allir fiskarnir voru yfir sjötíu sentimetra. Þetta er hægt að kalla mokveiði á einum degi.

Inga Lind mætir aftur í bílinn og á í erfiðleikum með að halda á símanum. Hún er svo loppin. 

Þessi mynd segir meira en mörg orð um veðrið. Stangirnar …
Þessi mynd segir meira en mörg orð um veðrið. Stangirnar eru settar inn í bíl til að hita þær og bræða klakann. Ljósmynd/ILK

Hvar voruð þið að fá þessa fiska og á hvað?

„Mest var þetta í Réttarhyl og Holunni og svo nánast bara alls staðar. Þeir voru mest að taka Green Conrad-straumflugur á sökkendum og svo var Black Ghost líka að gefa okkur vel.“

Veiðimenn þurftu nokkurn tíma til að komast úr vöðlum og biðu í nokkra stund eftir að þær þiðnuðu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert