Æsilegasta laxaviðureign sem sést hefur

Einhver æsilegasta viðureign við lax sem náðst hefur á filmu var mynduð í Miðfirði sumarið 2018, þegar sjónvarpsþættirnir Sporðaköst hófu á ný göngu sína á Stöð 2. Þar urðu áhorfendur vitni að viðureign í gljúfrunum í Vesturá, rétt neðan við Hlíðarfoss.

Um leið og Sporðaköst óska veiðimönnum gleðilegs nýs árs viljum við gefa tóninn fyrir þetta sumar með alvöru fjöri og látum.

Hér fara þeir fóstbræður Rafn Valur Alfreðsson og Jóhann Birgisson mikinn í baráttunni við nýrunninn stórlax. Þó að Jóhann nánast falli saman af hlátri yfir óförum félaga síns sýnir hann líka umhyggju. En þessi viðureign telst söguleg.

Steingrímur Jón Þórðarson kvikmyndaði og klippti.

Góða skemmtun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira