Greinasafnsleit

Raða eftir
Tímabil:

Efnisflokkar fela flokka

Núverandi flokkar
Eldri flokkar
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 724 orð

Mannfagnaður og sýning í Perlunni

Afyrstu dögum miðstöðvarhitunar hérlendis, fyrir tæpri öld, var ekkert verið að hugsa um að stýra hitanum. Í miðstöðvarkatlinum var brennt kolum, við það hitnaði vatnið í kerfinu, heita vatnið steig upp þar sem það var léttara og kaldara vatnið seig niður vegna þess að það var þyngra. Náttúrulögmálið sá um að hitinn komst í ofnana, þetta þóttu ekki lítil þægindi á sínum tíma. Meira
25. nóvember 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Stjórn hitakerfa

LAGNAFÉLAG ÍSLANDS efnir til ráðstefnu í Perlunni nk. fimmtudag, en þar verður m. a. fjallað um stjórntæki fyrir hitakerfi og í kjallara Perlunnar verður sýning á ýmiss konar stjórnbúnaði. Í þættinum Lagnafréttir er fjallað um þessa ráðstefnu. Meira
18. nóvember 1997 | Fasteignablað | 923 orð

Vatnshitastig við töppunarstað

EEF EINHVER velkist í vafa um hvað orðið "töppunarstaður" þýðir þá er sjálfsagt að láta fylgja þýðingu yfir á venjulegt íslenskt mál. Þetta þýðir einfaldlega blöndunartækið í baðkerinu, sturtunni, handlauginni, eldhúsvaskinum eða aðrir þeir kranar sem heitt eða kalt vatn rennur úr til þvotta, baða eða matseldar. Meira
11. nóvember 1997 | Fasteignablað | -1 orð

Lagnafréttir

ÞAÐ er sagt að fátt leggist eins á sálarlíf landans og umslög af ákveðinni tegund sem berast inn um bréfalúguna með óhugnanlegri reglusemi, eitt af því fáa sem aldrei bregst í okkar daglega lífi, gluggapósturinn ógurlegi. Þegar kíkt er inn um gluggann á bréfinu blasir nafn viðkomandi við, nafnið sem flestir eru stoltir af að bera, en gefur nú svolitla gæsahúð og kuldahroll. Meira
4. nóvember 1997 | Fasteignablað | 623 orð

Hvaða efni er í tunglinu?

ÞEGAR ekið er út af hringveginum til vinstri skömmu áður en komið er að Þjórsárbrú erum við komin á Skeið, litla sveit sem afmarkast af Hvítá í vestri þar sem hún liðast um Hestfjall, af Þjórsá í austri og Vörðufell er sem varðhundur í norðri. Meira
28. október 1997 | Fasteignablað | 695 orð

Lagnafréttir Frárennsliskerfi með undirþrýstingi eftir Sigur

Einu sinni var til verslun í Austurstræti sem hét Herrafataverslun Haraldar Árnasonar. Þarna þótti flott að versla, þjónusta framúrskarandi, en eigi að síður leið verslunin undir lok fyrir nokkrum áratugum, þó enn séu margir ofar moldu sem keyptu sér þar betri fötin. Meira
14. október 1997 | Fasteignablað | -1 orð

Þetta verður að stöðva

Mikil umræða hefur verið um galvaniseraðar kaldavatnslagnir á höfuðborgarsvæðinu og eru þeir ófáir sem álíta að þar sé vá fyrir dyrum. Vatnsveita Reykjavíkur lét kanna það hjá pípulagningameisturum hvers þeir hefðu orðið áskynja í störfum sínum, en það eru orðin nokkur ár síðan könnunin var gerð og því er hún tæplega lengur marktæk. Meira
7. október 1997 | Fasteignablað | 372 orð

Tæknilegar moldvörpur

Það er ekki svo sjaldan að kvartað er yfir því í fjölmiðlum að ekki sé nokkur friður í heilum hverfum vegna lagnaframkvæmda. Það er verið að endurnýja hitaveitulagnir, kaldavatnslagnir eða þá að frárennsliskerfið í götunum er úr sér gengið. Þetta er ekki nema eðlilegur gangur mála. Meira
7. október 1997 | Fasteignablað | 42 orð

Hröð framþróun

LAGNIR í götum og heimaæðar frá veitum ganga úr sér og verður að endurnýja, hvor sem það veldur óþægindum eða ekki, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. En framþróun tækninnar er hröð og nýjar lausnir koma stöðugt fram. Meira
30. september 1997 | Fasteignablað | 738 orð

Menntafélag byggingariðnaðarins

Það eru fjölbreyttir pappírar sem detta inn um bréfalúguna, allir að auglýsa allt, tilboðunum rignir inn. Inn á milli kemur lesmál, sem verulega athygli vekur og eitt slíkt hefti var að koma, Byggiðn, kynningarrit nýstofnaðs Menntafélags byggingariðnaðarins sem er sameignarfélag Samtaka iðnaðarins og Samiðnar, samtaka sveina í byggingaiðnaði, Meira
23. september 1997 | Fasteignablað | 654 orð

Lagnakerfamiðstöð lykill að góðri menntun lagnamanna

FYRIR hvern þann, sem þarf á þjónustu pípulagningamanna, blikksmiða eða hönnuða lagnakerfa að halda, er mikilvægt að sá sem kemur til verksins, hvort sem það er stórt eða smátt, hafi yfir mikilli þekkingu að ráða. Það getur skipt sköpum hvort ráð finnst við vandanum og hvort það ráð er það sem bestan árangur gefur. Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 734 orð

Af hverju skín sólin alltaf á Austfjörðum?

HUGTAKIÐ "Austfjarðaþoka" er alþekkt, gott ef ekki hafa verið samdar um það rómantískar ballöður, en fyrir einstakling á hinu þéttsetna suðvesturhorni fer lítið fyrir þessari margumtöluðu þoku. Það er sama hvenær veðurfræðingarnir koma með kortin sín á skjáinn, það virðist alltaf vera sólskin á Egilsstöðum og niður á fjörðum, Meira
16. september 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Málþing lagnamanna

FYRIRHUGAÐ málþing lagnamanna á Egilsstöðum síðar í þessum mánuði er viðfangsefni Sigurðar Grétars Guðmundssonar í þættinum Lagnafréttir. Víða úti á landi er hitunarkostnaður, það sem brennur einna heitast á húseigendum. Meira
9. september 1997 | Fasteignablað | 774 orð

Lög um fjöleignahús þarf að endurskoða

Lagnafréttir Lög um fjöleignahús þarf að endurskoða Lögin um fjöleignahús voru tvímælalaust til bóta, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. En það er kominn tími til að endurskoða þau og sníða af þeim nokkra vankanta. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 623 orð

Þakrennur þarf víða að endurnýja

ÞAÐ er ekki svo langt síðan að allar þakrennur voru gerðar úr galvaniseruðu blikki, þess vegna varð smíði og uppsetning á þakrennum í verkahring blikksmiða og svo er enn þó efnisvalið hafi breyst. Meira
2. september 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Þakrennur

ÞAKVATN skal leitt í holræsi, en á því er mikill brestur í eldri hverfum flestra bæja hérlendis, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Hver hefur ekki séð vatn fossa í rigningartíð úr þakniðurfalli á gangstétt? Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 685 orð

Eru slysagildrur í orlofshúsum?

MARGIR eiga þess kost í dag að dvelja í sumarbústað á fögrum stað, helst með heitum potti og birkihríslum í nánd. Áður fyrr voru það ekki nema mektugir borgarar sem gátu veitt sér slíkan lúxus en á síðari árum hafa fleiri og fleiri félagasamtök komið sér upp bústöðum sem félagsmenn geta fengið í vikutíma eða svo gegn hóflegu gjaldi. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 643 orð

Ei veldur sá, er varar

Menn bregða undir sig betri fætinum um fleiri helgar en verslunarmannahelgina, sumarið er stutt hérlendis og um að gera að reyna að njóta þess meðan færi gefst. Eitt af því sem er snar þáttur í ferðamennsku landans innanlands er að sækja sundstaði og líklega eru fáar þjóðir með jafn gróna hefð fyrir sundi og Íslendingar. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Meira öryggi

ÞEIR sundstaðir eru ótrúlega margir vítt og breitt um landið, þar sem blöndunartæki í sturtum eru handvirk, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Sjálfvirk blöndunartæki veita miklu meira öryggi. Meira
12. ágúst 1997 | Fasteignablað | 46 orð

ÐBætt hitanýting ÞAÐ er líklega hægt að fullyrð

ÞAÐ er líklega hægt að fullyrða, að í meiri hluta húsa á hitaveitusvæðum er hita sóað að óþörfu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Til þess að koma í veg fyrir þetta er nauðsynlegt að hafa nákvæm og fullkomin stjórntæki á hitakerfinu. Meira
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.