Munaði 128% á kílóverðinu

Skapti Hallgrímsson

Vefsíðan Must See in Iceland hefur að geyma góð ráð fyrir ferðamenn sem sækja landið heim. Þar eru oftar en ekki gefin góð ráð og reynt að leiðbeina gestum um landið þannig að upplifunin verði sem best. Á dögunum var gerð könnun á verði harðfisks enda er slíkt sælgæti eitthvað sem nauðsynlegt er að bragða þegar hingað til lands er komið. Harðfiskur er jafnframt vinsæll biti meðal landsmanna og því er nauðsynlegt fyrir fólk að vita hvert kílóverðið er og ekki síst: Hvar þar er ódýrast?

Þegar búið var að reikna upp kílóverðið leit listinn svona út en alls var 128% munur á dýrasta og ódýrasta harðfiskinum í bænum. 

1. Costco: 6.998 kr.

2. Bónus: 7.990 kr.

3. Hagkaup: 8.569 kr.

4. Krónan: 9.195 kr.

5. 10-11: 15.990 kr. 

Sjá heimasíðu Must See in Iceland. 

mbl.is