Ostapizzan sem netið elskar

Ljósmynd: Certified Pastry Aficionado (.com)
Sjaldan lýgur netið og þetta er án efa ein girnilegasta pizza sem við höfum augum litið og sérlega viðeigandi þegar rigningin er að gera út af við íslenska sumarið. Þetta er líka sérlega viðeigandi yfir fótboltanum enda passar fátt betur saman en pizza og bolti. Þessi pizza nýtur mikillar hilli á Pinterest og skyldi engan undra. Hún er löðrandi í osti en eins og glöggir matgæðingar taka eftir er hún ekki með hefðbundinni pizzusósu enda svokölluð hvítpizza. 
Ostapizzan sem netið elskar
 • 1 rúlla eða kúla pizzudeig
 • 6 basillauf
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1/4 tsk. rauðar piparflögur
 • 1/2 tsk. sjávarsalt
 • 2 msk. ólífuolía
 • 2 bollar mozzarella-ostur
 • 2 msk. romano-ostur
 • 2/3 bolli ricotta-ostur
Aðferð:
 1. Fletjið deigið út og hafið það nokkuð þunnt. Ef þið kaupið tilbúið útflatt deig úr búð er gott að stækka það vel og jafnvel skera í tvo bita. Pizzan á að vera þunnbotna. 
 2. Hitið ofninn í 180-200 gráður og bakið deigið í ofninum þar til það er farið að brúnast á endunum. 
 3. Setjið fyrst mozzarella-ostinn, síðan ricotta-ostinn og loks romano-ostinn. Athugið að hér má nota hvaða ost sem er ef út í það er farið. Gráðostur passar sérlega vel við og eins camembert. 
 4. Saxið hvítlaukinn eða merjið og blandið saman við ólífuolíuna. Best er að gera þetta nokkru áður þannig að olían taki í sig sem mest bragð en það skiptir þó ekki öllu málið. 
 5. Sáldrið olíunni yfir pizzuna áður en hún fer inn í ofn og raðið að lokum basillaufunum yfir. 
 6. Bakið þar til osturinn er orðinn vel bráðinn og bubblandi.
Ljósmynd: Certified Pastry Aficionado (.com
Ljósmynd: Certified Pastry Aficionado (.com
Ljósmynd: Certified Pastry Aficionado (.com
mbl.is