Ostabrauðið sem passar með öllu

Virkilega smart - og gott!
Virkilega smart - og gott! mbl.is/TM

Hún Anna Lilja Þórisdóttir, aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu, kann að gera góðan mat og þetta brauð er svo sannarlega engin undatekning á því. Við erum með brennandi heita matarást á Önnu eftir að hafa smakkað þetta brauð.

Ólívuostabrauðhringur

Brauðdeig:

3 1/2-3 3/4 bollar hveiti (má nota hvað sem er; hvítt hveiti, heilhveiti, spelt eða blöndu af mismunandi hveiti)

1/6 bolli sykur eða annað sætuefni

1/4 bolli bragðlaus olía (notaði Isio4)

1 tsk. salt

4 tsk.  þurrger

1/2 bolli heitt vatn

1/2 bolli heit mjólk

1 egg

Fylling:

1 bolli mjúkt smjör

2 bollar rifinn ostur

2 bollar grænar ólívur, sneiddar niður

hvítlaukur eftir smekk

annað krydd eftir smekk

parmesanostur eftir smekk

Egg til að pensla brauðið með

Blanda saman 2 bollum af hveiti, sykri, olíu, salti og geri. Bæta heitum vökvunum út í og eggi. Hnoða vel. Bæta afgangi af hveiti í (ekki víst að það þurfi að nota allt) og hnoða vel.

Deigið látið hefast í u.þ.b. 1 klst.

Deigið flatt út í stóran ferhyrning, sem er skorinn í tvennt langsum. Ferhyrningarnir tveir eru smurðir með smjörinu, kryddað og osti og ólívum stráð yfir.

Þessum tveimur ferhyrningum er rúllað upp í þéttar rúllur. Þær eru skornar í tvennt langsum, festar saman á öðrum endanum, fléttaðar saman og síðan festar saman þannig að brauðið myndi hring.

Penslað með eggi, parmesanosti stráð yfir og látið hefast aftur í um 1 klst.

Bakað við 175°C í um 25 mínútur eða þangað til gyllt og girnilegt :) 

Það má vel bera fram súpu með brauðinu og setja ...
Það má vel bera fram súpu með brauðinu og setja pottinn í miðjuna eða osta, ber og sultu. mbl.is/TM
mbl.is