Jólakokteill og -peysur marka aðventuna

Fannar Alexander veitingastjóri, Gunnsteinn Helgi, einn eigenda, Daníel Jóhannsson yfirmatreiðslumaður, …
Fannar Alexander veitingastjóri, Gunnsteinn Helgi, einn eigenda, Daníel Jóhannsson yfirmatreiðslumaður, James Frigge yfirmatreiðslumaður og Oddur Goði veitingastjóri fóru að sjálfsögðu í jólapeysurnar við tilefnið. mbl.is/aðsend

Partýpinnarnir á Pablo discobar fögnuðu komu jólakokteils á barinn með hefðbundnum hætti. Það er að segja þeir fóru í jólapeysur og skáluðu í jólabúðinni eins og menn gera! Það óvenjulega við jólakokteilinn í ár er að hann er á krana en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í miðbæinn má finna uppskriftina hér að neðan. Kryddaður kokteill sem rífur í! 

Diskójólakokteill Pablo

30 ml hvítt romm
60 ml rauðvín
30 ml ferskur appelsínusafi
25 ml sykursíróp
60 ml vatn
Jólakrydd – kanilstöng, tvær anísstjörnur, lúka af allspice og negull

Aðferð: Takið eina kanilstöng, tvær anísstjörnur, lúku af allspice og negul. Ristið við háan hita á pönnu í eina mínútu. Blandið öllu saman og látið standa yfir nótt. Sigtið frá kryddin og hellið í glas með klaka. Skreytt með þurrkuðum lime-sneiðum. Má margfalda uppskrift til að búa til meira magn.

Jólalegur er hann!
Jólalegur er hann! mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert