Fiskipanna með eplum, parmesan og rjóma

Epli og fiskur – hvern hefði grunað að það væri …
Epli og fiskur – hvern hefði grunað að það væri fullkomin blanda?! mbl.is/Messinn

Við höfum ósjaldan messað um fiskiást okkar á Messanum sem er vinsælt veitingahús í Lækjargötu og úti á Granda. Með einstakri lagni náðum við að blikka Snorra Sigfinnsson, matreiðslumann staðarins, sem deildi með okkur einni af sinni unaðslegu uppskriftum.

Fyrir 2

350g-450g þorskhnakkar
Hveiti 
1 tsk. grillkrydd/aromat
2 msk. karrýduft, meira ef vill
1,5 tsk. chilliduft
80 g blaðlaukur
150 g græn epli, hýðislaus í teningum
150 ml hvítvín – sjóða niður um 1/3
50 g parmesan-ostur
300 ml rjómi  

Salt og svartur pipar eftir smekk

Parmesan-ostur eftir smekk til þykkingar
Smjör til steikingar 

Borið fram með kartöflusmælki, rucola, lime og parmesan-osti stráð yfir til skreytingar.

Þorskhnakki er skorinn í 4-5 bita og velt upp úr hveiti (gott að hafa einhvers konar grillkrydd eða bara Aromat úti í hveitinu)
Best er að nota stóra pönnu ca. 30 cm og steikja fiskinn þar til fallega brúnn
kryddið er sett á þá hlið þorsksins sem snýr upp, svo blaðlauknum bætt út í
því næst er sett hvítvín og það soðið niður um 1/3

því næst er sósunni bætt út í pönnuna
epli skorin í teninga (léttsteikt ekki brúnuð)
parmessan-ostur rifinn gróft
rjómi (venjulegur)
(má bæta meiri parmesan-osti og karrý eftir smekk þar til sósan er þykk og falleg)
– 
þá eru kartöflur (sem búið er að sjóða) settar til hliðar í pönnuna
1 lúka rucola og/eða spínat í miðja pönnuna
og lime-sneiðar ofan á fiskbitana
svo er hægt að reka smiðshöggið á pönnuna með því að strá rifnum parmesan-osti yfir

Þarna eru þið komin með bragðmikinn og ljúffengan fiskrétt í pönnu
gott er að drekka kalt hvítvín með þessum rétti 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert