Hangikjöt randalína Úlfars - fullkominn forréttur

Úlfar með forréttinn fagra. Sjáið randalínuna innsta á bakkanum.
Úlfar með forréttinn fagra. Sjáið randalínuna innsta á bakkanum. mbl.is/aðsend

Úlfar Finnbjörnsson meistarakokkur á heiðurinn af þessari skemmtilegu forréttauppskrift sem hann hannaði fyrir Kjarnafæði og skal hann hafa þökk, athuygli og ást fyrir. Svo er þetta svo fallegt! Þá sjaldan að hangikjöt er fallegt!

Hangikjötsrandalína með piparrótarosti

forréttur fyrir 4-6

  • 400 g hangikjöt bein, sina og fitulaust 

  • 300 g rjómaostur við stofuhita

  • 2 msk sítrónusafi

  • 1-2 msk piparrótarmauk

  • ½ tsk pipar

  • 3 matarlímsblöð

  • 1/3 dl mjólk

Aðferð:

Hálffrystið kjötið og skerið í þunnar sneiðar. Setjið rjómaost, sítrónusafa, piparrótarmauk og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mín. Hitið mjólk í vatnsbaði, kreystið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið þau í mjólkinni. Hellið matarlímsblöndunni í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Leggið smjörpappírsörk 20 x 20 cm á sléttan bakka. Raðið hangikjötssneiðum á pappírinn þannig að kjötið hylji pappírinn. Smyrjið þunnu lagi af piparrótarostinum á hangikjötið. Leggið síðan annað lag af kjöti ofan á ostinn og endurtakið þar til allt er upp urið. Breyðið plastfilmu ofan á og frystið.

<strong>Rauðrófusósa</strong> <strong> </strong> <ul> <li><span>1 msk dijonsinnep</span></li> <li><span>1 msk balsamikedik</span></li> <li><span>1 msk hunang</span></li> <li><span>½ tsk worchesterhire sósa</span></li> <li><span>2 msk rauðrófusafi</span></li> <li><span>Salt og pipar</span></li> <li><span>½ dl olía</span></li> </ul><div>Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og hrærið vel í með þeytara á meðan.</div><div></div>

Berið fram með sósunni, salati og góðu brauði eða sem smárétti á rúgbrauði eða snittubrauði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert