Bleikt perusalat í stað waldorf

Bæbæ walli og halló bleika dásemd!
Bæbæ walli og halló bleika dásemd! mbl.is/Tobba Marinós

Waldorfsalat er mikil og góð klassík en vilji fólk prufa eitthvað nýtt er þetta salat ákaflega gott með svínahamborgarhrygg eða kalkúni svo ekki sé talað um hnetusteik.

Bleikt perusalat

2 vænar perur 
1 lítil rauðrófa 
1 dl granateplafræ 
3 msk. eplasafi 
1/2 tsk. engifer, ferskt og rifið 
2 msk. valhnetur 


Afhýðið og skerið perurnar í teninga. Gerið slíkt hið sama við rauðrófuna (ath. óeldaða).
Setjið granateplakjarnana saman við. 
Hellið eplasafanum í bolla og setjið smátt rifið engiferið saman við. Hrærið vel og hellið yfir salatið.  
Ristið valhneturnar á pönnu, saxið og setjið yfir salatið.

Dúndur!

mbl.is