Humarpasta með drykkfelldri sósu

Huggulegt humarpasta slær alltaf í gegn.
Huggulegt humarpasta slær alltaf í gegn. Mbl.is/TM

Þetta humarpasta er ákaflega bragðgott, já jafnvel fullkomið! Sósan ein og sér er alveg guðdómleg og það er í raun erfitt að drekka hana hreinlega ekki. Sósan væri í raun fullkominn grunnur í humarsúpu. Athugið að þessi sósa er þannig að allt þarf að vera í henni til að hún „virki“.

Glas af góðu hvítvíni skemmir ekki. Létt og ávaxtaríkt Chablis er í uppáhaldi hjá mér. Ég les yfirleitt á miðana undir verðinu í Vínbúðinni og passa að vínið sé merkt með skelfiski til að það eigi vel við þessa uppskrift.

Fyrir 4

2 pakkar ferskt tagliatelle

800 g humar, frosinn
1 box litlir tómatar
1 msk. smjör
1 msk. olía til steikingar (basilolia er best)
1/4 tsk. pipar
1/3 tsk. salt 
1 msk. fersk steinselja, söxuð 
2 tsk. hvítlauksmauk (pressaður hvítlaukur)
1 tsk. sítrónusafi

Aðferð:
Þíðið humarinn í köldu vatni og snöggsteikið hann svo á pönnu upp úr olíu og smjöri.
Bætið hvítlauknum út í og kryddið með öllu saman.
Kreistið smá sítrónusafa yfir að lokum. Setjið humarinn til hliðar og steikið tómatana á sömu pönnu (með leginum sem verður eftir) við vægan hita.

Sósa:
4 dl vatn og tasty-humarsósu/súpugrunnur 2 msk.
2 dl rjómi 
5 msk. Scala Whole-Cherry Tomato and basil-pastasósa
1 dl hvítvín
3 tsk. hvítlauksmauk
1 tsk. fersk steinselja
Salt og pipar eftir smekk 
sósuþykkjari... ef þarf.

Aðferð:
Blandið saman vatninu og sósugrunninum og látið suðuna koma upp.
Setjið allt út í og bætið sósujafnara á meðan hrært er ef þess þarf.
Þegar sósan er tilbúin, bætið þá cherry-tómötunum og síðast humrinum út í.
 
Sjóðið pasta (tagliatelle) samkvæmt leiðbeiningum og hellið sósunni yfir. Mér finnst best að setja ferskt spínat með parmesan í botninn og pastað yfir.

Grunnurinn er spínat og parmesan og svo set ég pastað …
Grunnurinn er spínat og parmesan og svo set ég pastað yfir. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert