Ekki henda vírherðatrénu

Þessi elska gæti bjargað siðferðiskennd þinni og forðað þér frá …
Þessi elska gæti bjargað siðferðiskennd þinni og forðað þér frá klósettkafi. mbl.is/

Kæru lesendur, þetta er kannski ekki beint girnilegur lestur en þar sem við sjáum ykkur ekki aðeins fyrir matarfréttum heldur einnig húsráðum verð ég að deila þessu ráði með ykkur. 

Vírherðatré sem fylgja gjarnan flíkum sem koma úr hreinsun fara yfirleitt beint í ruslið enda skemma þau fatnað til lengdar og þá sérstaklega þyngri flíkur. Nú viljum við benda ykkur á að eiga alltaf nokkur slík stykki því þau eru í raun til ýmissa verka góð og þá sérstaklega verka sem illa eru séð. 

Þannig vill til að klósettið stíflaðist á heimilinu fyrir skemmstu. Ég fór á taugum og óð með höndina ofan í klósettið eins og smart konur gera ekki. Sambýlismaðurinn hló mikið og spurði af hverju ég notaði ekki vírherðatré? 

Einmitt! Því gat ég ekki svarað enda upptekin við að skrúbba á mér hendurnar! Að því sögðu er líka mjög sniðugt ef ryksugubarkinn eða stöngin stíflast að nota vírherðatré í að ná stíflunni út. Nú eða til að ná hlutum undan sófanum! 

Hér er vírherðatré notað til að hengja upp krukkur undir …
Hér er vírherðatré notað til að hengja upp krukkur undir kryddjurtir í eldhúsglugga. mbl.is/andreasnotebook.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert