Besta leiðin til að geyma ferkst krydd

Svona endist kryddið mun lengur í kæli.
Svona endist kryddið mun lengur í kæli. mbl.is/thepioneerwoman.com

Flest ferskt krydd líkt og steinselja, minta og kóríander koma í plastbökkum og verða fljótt óæt í kæli sé kryddinu ekki komið betur fyrir. Hér er komin góð aðferð sem hefur nýst vel:

  1. Skolið kryddið og þerrið vel. T.d í salatvindu. Passið að það sé þurrt !
  2. Fjarlægið öll dökk lauf og slæma hluta því þeir skemma út frá sér.
  3. Rúllið kryddinu á stilkunum upp í eldhúspappír. Varist að setja of mikið í hverja rúllu. Betra er að gera nokkur knippi ef um nokkuð magn er að ræða. 
  4. Setjið pappírinn í loftþétt box eða zip-lock poka og geymi í kæli.

Athugið að önnur lögmál gilda um basilíku sem þolir illa kulda og þolir til dæmis ekki að vera ræktuð utandyra á sumrin á Íslandi. Basilíku er best að geyma með stilkinn ofan í vatni í krukki og plastpoka yfir - stofuhita eða frysta í olíu t.d. í klakaboxi og setja beint út í það sem elda á.

Ferskt krydd má frysta í olíu og setja beint út …
Ferskt krydd má frysta í olíu og setja beint út í pottinn eða pönnuna. mbl.is/thepioneerwoman.com
Basilíka er best geymd við stofuhita. Hún fær gjarnan dökka …
Basilíka er best geymd við stofuhita. Hún fær gjarnan dökka bletti fljótt sem eru kuldaskemmdir ef hún er geymd í of köldum kæli. mbl.is/thepioneerwoman.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka