Piparinnrás og ný piparegg

Í smáeggjunum eru málshættir en þeir eru samantekt af gömlum …
Í smáeggjunum eru málshættir en þeir eru samantekt af gömlum íslenskum málsháttum. mbl.is/TM

Ekkert lát virðist vera á piparæði landsmanna þrátt fyrir a lakkrís- og piparæðið hafi nú geysað í nokkur ár. Lakkrísástin hefur gengið svo langt að nýverið var varað við lakkrísneyslu í miklu magni þar sem lakkrís getur meðal annars hækkað blóðþrýstinginn. 

Það virðist þó ekki stoppa lakkrís- og piparástina og seljast slíkar vörur sem aldrei fyrr. Sælgætisverslunin Góa kynnti stækkun á piparlakkríslínu sinni í síðustu viku. Litlum piparlakkrís eggjum var meðal annars dreift í verslanir en þau seldust upp á skömmum tíma. 

„Það er gaman að íslendingar eru alltaf svo nýjungagjarnir. Það gerir okkar starf fjölbreytt,  skapandi og skemmtilegt,“ segir Kolbrún Haraldsdóttir skrifstofustjóri Góu.

Aðspurð um hvort lakkrísæðið sé ekkert á niðurleið svarar Kolbrún. „Það virðist ekki vera, auðvitað heyrist hér og þar að fólki finnist nóg komið en svona miðað við sölu á t.d piparreimunum okkar þá er fólk ennþá mjög mikið fyrir þetta og virðist veita lukku að við erum núna komin með heila piparlínu,“ segir Kolbrún en viðurkennir þó að Hraunið og súkkulaðirúsínurnar séu alltaf vinsælasta varann.

Góa kynnti nýlega nýjar piparlínu.
Góa kynnti nýlega nýjar piparlínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert