Fjögur atriði sem snyrtilegt fólk passar upp á

Hér ber ekki mikið á frestunaráráttu.
Hér ber ekki mikið á frestunaráráttu. mbl.is/Apartment Therapy

Merkilegt hvernig maður getur þrifið eldhúsið þar til það glansar og svo nokkrum dögum síðar er allt komið í sama horfið á ný.

Þetta er samt ekki alls staðar svona því til er fólk sem hefur tamið sér ákveðnar vinnureglur eða lífsreglur ef við viljum kalla það það, sem gerir það að verkum að hlutirnir enda aldrei í tómum glundroða.

Hér er lykilatriði að gera eitthvað smá á hverjum degi og láta ekki frestunaráráttuna taka völdin.

1. Gakktu frá eftir þig

Hér kemur frestunaráráttan sterk inn en þú verður að sigrast á henni! Ekki bíða með hlutina heldur gakktu strax frá, skolaðu diskana strax og þar fram eftir götunum. Þetta er lykilatriði hér því það er fátt verra en að mæta kvöldverðardiskunum í vaskinum morguninn eftir.

2. Gakktu jafnóðum frá

Þið sjáið að hér er greinilega ákveðið þema í gangi sem heitir að ganga frá. Hér er átt við að ganga strax frá hlutunum, eins og á meðan þú ert að elda o.s.frv. Ekki safna öllu saman og ganga svo frá þeim heldur um leið og þú getur.

3. Hver hlutur á sinn stað

Meira að segja draslskúffan á sinn stað því það er enginn glundroði ef allir hlutir eiga einhvers staðar heima. Allt frá tómum dósum upp í póst, lykla, matarafganga og allt þar á milli. Ef hlutirnir eiga heimili þá týnast þeir síður.

4. Nýttu aukamínúturnar

Hér erum við með afbrigði af 1 og 2 en þessi liður gengur út á að gera eitthvað smá þegar aukatími er til staðar til að þrífa þetta sem maður gerir svo sjaldan. Eins og ísskápinn, eldavélina, kranana og þar fram eftir götunum. Gerðu þetta smám saman og þá þarftu aldrei að taka allt eldhúsið í gegn með tilheyrandi látum og andlegri uppgjöf.

mbl.is/Peter Ivens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert