Landsliðskokkur lætur sig dreyma um hrærivél

Sigurjón Bragi Geirsson er maður að okkar skapi. Hann dreymir …
Sigurjón Bragi Geirsson er maður að okkar skapi. Hann dreymir um hrærivél og pastavél - og okkur dreymir um landsliðskokk í eldhúsið! mbl.is/Aðsend

Við kynnum þriðja keppandann um titilinn Kokkur ársins sem fram fer í Hörpu á laugardaginn næstkomandi. Sigurjón Bragi Geirsson útskrifaðist sem matreiðslumaður 2010 eftir að hafa lokið samningi á Silfur, Hótel Borg. „Eftir það starfaði ég á Kolabrautinni þar til 2015 eða þar til konan mín plataði mig með sér á Hótel Eddu á Egilsstöðum. Eftir að við komum heim eftir sumarvertíðina áttum við von á okkar þriðja barninu svo ég ákvað að breyta til og finna vinnutíma sem hentaði fjölskyldulífinu. Í dag starfa ég sem sölumaður hjá Garra og líkar mjög vel en ég gat ekki alveg hætt að elda svo ég fékk þann heiður að ganga til liðs við Kokkalandsliðið á síðasta ári.“

Aðspurður um hvort hann sé matsár segir Sigurjón líklega verða að segja já. „Þó svo ég vilji ekki meina það er eflaust einhver annar í kringum mig sem myndi staðfesta það, já.“ Sigurjón verslar helst í Bónus og Frú Laugu og segir góða hnífa gera galdur. „Mitt besta eldhús ráð væri líklega að vera ófeiminn að prófa nýja hluti og krydd.“


Uppáhalds veitingahús hérlendis og erlendis?
„Það er erfitt að velja á milli veitingahúsaflóruna sem er hér heima. En ef ég yrði að velja þá myndi ég fara á Grillið á góðu kvöldi og svo er alltaf gott að fá sér nýjan og góðan fisk á Marshall í hádeginu. En erlendis er það Relae í Kaupmannahöfn.“

Relæ er vinsælt veitingahús í Nørrebro. Staðurinn leggur mikið upp …
Relæ er vinsælt veitingahús í Nørrebro. Staðurinn leggur mikið upp úr fallegum og náttúrulegum réttum. mbl.is/Relae

Hvert er þitt uppáhalds eldhústæki og af hverju?
„Badmix (töfrasproti) það er svo fjölnota græja.“

Hvaða eldhústæki dreymir þig um að eignast?
„Kitchenaid hrærivél svo að handþeytarinn verði látin hverfa og kannski pastavél fyrir góð tilefni.“

En Sigurjón er það rétt að kokkar nenni ekki að elda heima hjá sér? 
„Þið verðið að spyrja konuna mína að því,“ segir Sigurjón sposkur og við látum þar við sitja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert