Pizza með pestó, hráskinku, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Það er ekkert að þessu.
Það er ekkert að þessu. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þetta tilbrigði við hefðbundna pítsu er undir sérlega ítöskum áhrifum enda fátt ítalskara en hráefnin í henni. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti sem á þessa uppskrift sem hún deilir með lesendum sínum.

Pizza með pestó, hráskinku, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

  • pizzadeig
  • rautt pestó
  • hráskinka
  • ólífur
  • sólþurrkaðir tómatar
  • rifinn ostur
  • fersk basilika

Fletjið botninn út og smyrjið rauðu pestói yfir. Stráið rifnum osti yfir og setjið svo hráskinku, ólífur og sólþurrkaða tómata yfir. Stráið smá rifnum osti yfir og bakið í funheitum ofni þar til osturinn er bráðnaður. Setjið ferska basiliku yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum.

Sérlega girnilegt og afskaplega ítalskt.
Sérlega girnilegt og afskaplega ítalskt. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert