Lambakótelettur Stanley Tucci

Flestir muna eftir Tucci úr myndum á borð við The …
Flestir muna eftir Tucci úr myndum á borð við The Devil Wears Prada og The Hungergames. mbl.is/Skjáskot

Hinn ítalskættaði Stanley Tucci er er ekki aðeins afbragðs hæfileikaríkur leikari heldur hefur hann gefið út tvær matreiðslubækur og þykir afburðaflinkur í eldhúsinu. Þessar lambakótelettur fékk hann á veitingastað þegar hann borðaði með átrúnaðargoðinu sínu hinum ítalska Marcello Mastroianni sem lék meðal annars í La Dolce Vita.

Matreiðsluráð frá Tucci:
Snyrtið kóteletturnar vel svo beinið sé eins og handfang og hægt sé að borða kjötið með höndunum.

Þegar kjötið er steikt er hægt að segja til um hversu mikið steikt það er orðið með því að þrýsta fingri á miðjan kjötflötinn og veita því athygli hversu mikið kjötið gefur eftir. Því stinnara sem kjötið er því meira eldað er það. 

Einfaldar og virkilega góðar kótilettur eru herramanns matur.
Einfaldar og virkilega góðar kótilettur eru herramanns matur. mbl.is/Toby Lockerbie

Lettur leikarans  

12 lambakótilettur, snyrtar 
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 
3 greinar ferskt timjan, laufið saxað 
3 greinar rósmarín, laufin söxuð 
60 ml extra-virgin ólífuolía 
1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
2 msk. ólífuolía
120-240 ml þurrt hvítvín 

Blandið saman í stóra skál hvítlauk, timjan, rósmarín, nýmöluðum svörtum pipar og extra-virgin ólífuolíu. Setjið kóteletturnar í marineringuna og nuddið þeim vel upp úr leginum. Látið liggja í 20 til 60 mínútur. 

Hitið 2 msk. af ólífuolíu á stórri pönnu á meðalhita. Steikið kóteletturnar í 3-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til steiktar eftir smekk. Setjið kóteletturnar til hliðar á disk og bætið við hvítlauknum og ferska kryddinu úr marineringunni á pönnuna. Leyfið hvítlauknum að brúnast og hellið þá hvítvíninu út á pönnuna og sjóðið niður ásamt safanum sem kom af lambakjötinu. Sjóðið niður í sósu. 

Uppskriftin er fengin úr The Tucci Table. 

Stanley hefur gefið út tvær matreiðslubækur sem báðar eru gott …
Stanley hefur gefið út tvær matreiðslubækur sem báðar eru gott safn ítalskættaðra uppskrifta.
mbl.is