Svona losnar þú við lauktárin

Laukur getur dregið úr bólgum og er góður gegn flensu.
Laukur getur dregið úr bólgum og er góður gegn flensu. mbl.is/

Flestir hafa lent í því að gráta sáran yfir laukskurði. Hér koma nokkur ráð sem ku virka einstaklega vel en eru kannski mis smart.

1. Frysta laukinn í 10-15 mínútur áður en hann er skorinn. Við það helst vökvinn frekar inni í lauknum sjálfum og stuðar matargerðarfólkið minna. Það má einnig frysta niðurskorinn lauk og henda beint út í matargerðina. Kuldin dregur úr gasinu sem laukurinn gefur frá sér svo hann verður ekki eins frekur á andrúmsloftið.

2.Eldhúsdrottningin Martha Stewart hefur mælt með því að kveikja á kerti nálægt laukskurði. Kertið grípur ertandi gufuna sem laukurinn gefur frá sér áður en þeir ná til augnanna.

3. Úrræðagóð húsfrú benti lesendum veraldarvefjarins á að hún léti öll smartheit fjúka við laukskurð og notaði sundgleraugu þrátt fyrir hlátur heimilisfólksins. Það virkar!

Síðast en ekki síst er hægt að rífa nokkur lög af lauk og setja inn í nýmálað herbergi til að draga úr málningarlyktinni.

Kannski ekki töff en virkar!
Kannski ekki töff en virkar! mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert