Breytingarnar tóku fjóra mánuði

Eldhúsið var opnað eins og hægt var.
Eldhúsið var opnað eins og hægt var. mbl.is/Design Sponge

Eldhúsið í þessu húsi er afskaplega vel heppnað en það var gert algjörlega frá grunni eins og sjá má á myndunum. Eigandi þess er lífstílsbloggarinn Jenni Radosevich sem jafnframt stýrir vinsælum endurbótaþáttum á HGTV sem er sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í öllu því sem viðkemur heimili, hönnun og görðum vestanhafs.

Verkefnið tók fjóra mánuði en Jenni segir að markmiðið hafi verið að búa til rými sem var bjart og þægilegt. Hvítir litir eru áberandi í bland við skemmtilega aukahluti. Mikill kopar er í eldhúsinu en koparinn á alltaf vel við.

Heimilishundurinn er ánægður með breytinguna.
Heimilishundurinn er ánægður með breytinguna. mbl.is/Design Sponge
mbl.is/Design Sponge
Eldhúsið er eins opið og hugsast getur.
Eldhúsið er eins opið og hugsast getur. mbl.is/Design Sponge
Borðstofan er beint af eldhúsinu.
Borðstofan er beint af eldhúsinu. mbl.is/Design Sponge
Hér má sjá rýmið þar sem eldhúsið er nú.
Hér má sjá rýmið þar sem eldhúsið er nú. mbl.is/Design Sponge
Svona leit rýmið út fyrir breytingar.
Svona leit rýmið út fyrir breytingar. mbl.is/Design Sponge
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert