Girnilegt ostapasta með óvæntu tvisti

mbl.is/Fallegt og freistandi

Það er rigningardagur og því kjörið að fá sér eitthvað ægilega huggulegt og kósí í kvöldmatinn - eða þannig. Þessi pastauppskrift er samt það sem við getum skilgreint sem dýrari týpuna enda með osti og blómkáli sem lúxús- og heilsuvæðir uppskriftina að miklu leiti og því þurfum við ekki að hafa neitt samviskubit.

Ravioli með mascaparone, blómkáli og möndlum

  • 2 pakkar ravioli með osti 250 g
  • 400 g skorið blómkál
  • ½ dl ólífuolía
  • 1 bolli mascaparone (250 g)
  • 3 bollar soðvatn af pasta
  • 1 msk sítrónusafi
  • Salt og svartur pipar
  • 50 g gróft hakkaðar möndlur
  • Kál
  • Söxuð steinselja

Aðferð

  1. Kál er smakkað til með olíu og ediki
  2. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og geymið soðvatnið. Svissið blómkál í ólífuolíu á djúpri pönnu þar til það er gullið á litinn eða í nokkrar mínútur. Bætið mascaparone og soðvatni út á pönnuna. Látið sósuna sjóða og smakkið til meðsalti og svörtum pipar. Setjið pastað út í sósuna. Setjið á disk og skreytið með möndlum og steinselju. Berið fram með káli.

Höfundur uppskriftar: Linda Ben

Heimild: Fallegt og freistandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert