Heilsufríkur geta glaðst

Nýjasta viðbótin er með sjö tegundum af fræjum og korni.
Nýjasta viðbótin er með sjö tegundum af fræjum og korni. mbl.is/Myllan

Nú taka eflaust ansi margir gleði sína enda voru að berast þær fregnir í hús að von sé á nýju Lífskornabrauði. Þessi nýja viðbót er með hvorki meira né minna en sjö tegundum af fræjum og korni, er með öllu gerlaust, inniheldur ekki hvítt hveiti og er að sjálfsögðu vegan.

Þess í stað er notað spelthveiti sem að sögn talsmanna Myllunnar hefur notið mikilla vinsælda á brauðmarkaðnum undanfarin ár.

Í brauðinu eru hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarnar, graskersfræ og sesamfræ og spelthveiti.

Að sögn Björns Jónssonar, framkvæmdastjóra Myllunnar eru menn afar ánægðir með útkomuna. „Við erum einkar stolt af brauðinu og einnig þeirri staðreynd að það er vegan en sífellt fleiri kjósa veganvalkosti umfram aðra. Brauðið er sérstaklega saðsamt, það er þétt í sér en mjög mjúkt og kornin og fræin gefa því sérstaklega gott bragð,“ sagði Björn um nýja brauðið.

Brauðið kemur í verslanir í dag samkvæmt heimildum Matarvefsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert