Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Ef það er ekki ekta dagur til að búa til súkkulaðimús í dag þá veit ég ekki hvað. Fyrir utan að vera sérlega bragðgóð þá er hún nógu einföld til að allir geta gert hana með annarri hendi. 

Það er Berglind Guðmunds hjá Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn að henni en Berglind setur mulið Oreo kex yfir sem gerir músina extra girnilega. 

Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús

Fyrir 6

  • 300 g Oreo kex
  • 3 dl rjómi
  • 1 tsk vanillusykur

Súkkulaðimús

  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 3 dl rjómi
  • 3 msk flórsykur
  • 3 eggjarauður

Aðferð:

  1. Myljið Oreo kex í matvinnsluvél og takið smá frá til skrauts.
  2. Setjið í botninn á glösum/krukkum.
  3. Þeytið allan rjómann 6 dl (3+3 dl) með vanillusykri.
  4. Skiptið jafnt í 2 skálar og kælið.
  5. Gerið súkkulaðimúsina og bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.
  6. Hrærið flórsykri saman við súkkulaði og hrærið stöðugt í á meðan.
  7. Þeytið eggjarauðurnar í hrærivél eina í einu þar til þær eru orðnar að þykku kremi.
  8. Hrærið þá kreminu varlega saman við súkkulaðið.
  9. Deilið súkkulaðimúsinni á glösin.
  10. Setjið rjóma yfir og Oreo mulning yfir allt.
Fullkominn eftirréttur.
Fullkominn eftirréttur. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert