Steiktur saltfiskur frá miðjarðarhafinu

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Saltfiskur á alltaf vel við - ekki síst þegar hann er með miðjarðarhafstónum og svo ákaflega og skemmtilega samsettur - svona bragðlega séð. Ólífur og tómatar í bland við kapers búa til magnað bragð sem passar svo ákaflega vel við saltfiskinn.

Það er sjálfur Læknirinn í eldhúsinu sem heitir í hversdagslífinu Ragnar Freyr Ingvarsson, sem á þessa uppskrift. 

Steiktur saltfiskur frá miðjarðarhafinu með ljúffengum steinseljukartöflum

Þetta var einkar ljúffengur réttur - og einstaklega fljótlegur. Ég sótti fiskinn til vina minna í Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum.

Fyrir fjóra
  • 1 kg saltfiskur
  • 2-3 msk hveiti
  • 1 msk paprikuduft
  • 1 tsk hvítlauksduft pipar
  • 150 ml góð jómfrúarolía
  • 1 dós íslenskir sólskinstómatar
  • 1 msk kapers
  • 15 kalamataólívur
  • 8-10 hvítlauksrif pipar

KARTÖFLUR

  • 75 g smjör
  • fersk steinselja
  • salt og pipar

AÐ AUKI:

  • fallegt salat

AÐFERÐ:

  1. Blandaði hveitinu saman við paprikuduftið, hvítlauksduftið og veltið svo saltfiskbitunum vandlega upp úr hveitinu.
  2. Hitaði olíuna á pönnu og steikti fiskinn fyrst með roðið niður.
  3. Skar niður eina dós af íslenskum sólskinstómötum sem eru einstaklega ljúffengir. Það mætti að sjálfsögðu líka nota piccolotómata frá Friðheimum en þeir voru ekki til. Þessir tómatar eru einstaklega bragðgóðir og aðeins sætir.
  4. Tók pappírinn utan af hvítlauknum. Skolaði saltpækilinn af ólívunum og kapersnum. Setti svo tómatana, ólívurnar, hvítlaukinn og kapersins með fiskinum.
  5. Sneri svo fiskinum og steikti aðeins áfram í tvær til þrjár mínútur.
  6. Lagði svo allt hráefnið í eldfast mót og setti í 120 gráðu heitan ofn í nokkrar mínútur á meðan ég kláraði kartöflurnar.
  7. Sauð kartöflurnar eins og lög gera ráð fyrir. Velti þeim upp úr bráðnu smjöri, steinselju og saltaði svo með sjávarsalti.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert