Hvítlauksbrauð fyrir partýið

Þetta stórsniðuga brauð er þannig bakað að auðvelt er að …
Þetta stórsniðuga brauð er þannig bakað að auðvelt er að rífa bita af því með fingrunum, fullkomið fyrir veisluhöld. mbl.is/gatherforbread

Þetta hvítlauksbrauð er fullkomið til að bera á borð fyrir hóp fólks, og gott er ef fólkið setur ekki fyrir sig að borða með fingrunum. Þetta stórsniðuga brauð er nefnilega bakað í bitum svo auðvelt er að rífa bita af því með fingrunum. Brauðið er lungamjúkt og er hverjum bita dýft í blöndu af hvítlauk, steinselju, óreganó og sjávarsalti svo úr verður ljúffengt bragð sem tryllir bragðlaukana.

Partýhvítlauksbrauð

  • 1 bolli volgt vatn
  • 2 msk. sykur
  • 2 tsk. þurrger
  • 2 msk. mjúkt, ósaltað smjör
  • 1 bolli mjólk
  • 1 og ½ tsk salt
  • 6 bollar hveiti

Utan á brauðið fer:

  • 8 msk. bráðið smjör
  • ¼ bolli fersk steinselja
  • 2 msk. ferskt óreganó (ísl. kjarrminta)
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 2 tsk. gróft sjávarsalt


Aðferð

  1. Setjið volgt vatn í hrærivélaskál. Bætið sykri og geri saman við. Hrærið með deigkróknum á hrærivélinni og leyfið svo að standa í 5-10 mínútur á meðan gerið fer að virka.

  2. Bætið því næst smjöri, mjólk, salti og 3 bollum af hveiti. Blandið vel saman og bætið svo seinni 3 bollunum af hveiti smám saman við og hrærið hægt saman. Hrærið í um það bil 7 mínútur, deigið ætti að klístrast við botn skálarinnar en losna auðveldlega frá hliðunum. Það á að vera mjúkt og örlítið klístrað. Þegar deigið er tilbúið má skipta því í tvo jafna hluta.

  3. Takið þá litla skál og blandið saman smjöri, steinselju, óreganó og skerið hvítlaukinn smátt og bætið út í.

  4. Takið fyrsta deigið og skerið það niður í 2-3 sentímetra bita. Dýfið hverjum bita í smjörblönduna og raðið í brauðform svoleiðis að bitarnir sitji hvor ofan á öðrum, í eins mörgum lögum og uppskriftin leyfir. Ekki gleyma að smyrja feiti inn í brauðformið fyrst. Þegar búið er að raða öllum bitunum í formið má breiða viskustykki yfir formið og leyfa deiginu að lyfta sér í um eina klukkustund.

  5. Á meðan fyrra deigið lyftir sér í forminu má endurtaka leikinn fyrir seinna deigið. Hitið ofninn í 175 gráður, smyrjið afganginum af smjörblöndunni yfir og stráið sjávarsalti yfir eftir smekk. Bakið því næst brauðin í 30 mínútur eða þar til þau eru orðin fallega brún.
Er hverjum bita dýft í blöndu af hvítlauk, steinselju, óreganó …
Er hverjum bita dýft í blöndu af hvítlauk, steinselju, óreganó og sjávarsalti sem tryllir bragðlaukana. mbl.is/gatherforbread
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert