Snilldarútfærsla á svörtu eldhúsi

Virkilega flott eldhús.
Virkilega flott eldhús. Ljósmynd: The Contemporist / Brett Boardman

Það er þekkt sjónhverfing meðal arkitekta að stækka hluti til að rýmið virki stærra. Þetta kann að virka órökrétt en er það þó alls ekki. Það sama á við um aukna lofthæð en einungis nokkrir tugir sentimetra geta breytt ásýnd rýmis svo um munar. 

Hér gefur að lita forkunnarfagurt eldhús í Ástralíu sem er gott dæmi um þessa meintu sjónhverfingu. Rýmið sjálft sem hýsir stofu, eldhús og borðstofu er ekki svo stórt en eldhúsið er hins vegar risastórt og fyrir vikið virðist rýmið helst eiga heima í höll. 

Svart eldhúsið er algjörlega geggjað... og nú dreymir eflaust marga um svona djásn. 

Það var hönnuðurinn Carter Williamson sem hannaði rýmið. 

Borðstofan – takið eftir svörtu skápunum sem eru sérsmíðaðir.
Borðstofan – takið eftir svörtu skápunum sem eru sérsmíðaðir. Ljósmynd: The Contemporist / Brett Boardman
Dökkt og drungalegt en gluggarnir eru alveg stórkostlegir.
Dökkt og drungalegt en gluggarnir eru alveg stórkostlegir. Ljósmynd: The Contemporist / Brett Boardman
Eldhúsið virkar ægistórt.
Eldhúsið virkar ægistórt. Ljósmynd: The Contemporist / Brett Boardman
Opið er út í garðinn sem gerir þetta enn flottara.
Opið er út í garðinn sem gerir þetta enn flottara. Ljósmynd: The Contemporist / Brett Boardman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert