Dásamlegt postulín frá Fornasetti

Postulín frá ítalska hönnunarhúsinu Fornasetti þykir mikil prýði í eldhúsum.
Postulín frá ítalska hönnunarhúsinu Fornasetti þykir mikil prýði í eldhúsum. mbl.is/pinterest

Margir sem eiga leið til Ítalíu eiga það til að bregða sér inn í Fornasetti-búð og kaupa einn lítinn disk í safnið, en Fornasetti er einmitt þekkt fyrir fallega aukahluti eins og klúta, húsgögn og postulín á borð við diska, bakka, kerti og krúsir. Margir bíða eflaust spenntir eftir nýjungum úr herbúðum Fornasetti en nú hefur ný lína af postulíni litið dagsins ljós, og eru það þrjár litlar uglur með mismunandi mynstri sem voru að detta í búðirnar. Hinni íkonísku uglu bregður einmitt oft fyrir í hönnun ítalska hönnunarhússins. Eru uglurnar í formi lítilla krúsa með loki, og mælast um 12 sentímetrar á hæð. Hver ugla er handmáluð og yrði eflaust mikil prýði á eldhúsbekknum. Við sjáum fyrir okkur að hægt sé að nota þær undir te, nú eða konfekt jafnvel. Uglurnar, ásamt öðru fíneríi frá Fornasetti má skoða nánar hér.

Þessi fallega ugla ber heitið Civetta Impallinata og var að …
Þessi fallega ugla ber heitið Civetta Impallinata og var að detta í verslanir Fornasetti. mbl.is/fornasetti
Civetta Piumata-uglukrúsin frá Fornasetti væri án efa nytsamleg undir konfekt.
Civetta Piumata-uglukrúsin frá Fornasetti væri án efa nytsamleg undir konfekt. mbl.is/fornasetti
Uglukrúsin Civetta Fiorita er með fallegu handmáluðu gamaldags blómamynstri.
Uglukrúsin Civetta Fiorita er með fallegu handmáluðu gamaldags blómamynstri. mbl.is/fornasetti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert