Ekkert lát á vinsældum „dry-age“ hamborgaranna

Hamborgarar eru sívinsælir á grillið.
Hamborgarar eru sívinsælir á grillið. Eggert Jóhannesson

Ekkert lát virðist á vinsældum „dry-age“ hamborgaranna sem komu á markað fyrr á þessu ári. Margir eru forvitnir um hvað „dry-age“ þýðir og að hvaða leiti slíkir borgarar eru öðruvísi en hefðbundnir hamborgarar. 

Um er að ræða aldagamla hefð þar sem kjötið er þurrkað í að minnsta kosti þrjár vikur við afar sérstakar aðstæður. 

Það sem gerist við þurrkunin er að náttúruleg ensím í kjötinu brjóta niður kjöttrefjar sem gerir það að verkum að kjötið verður afar meyrt. 

Að sögn forsvarsmanna Nettó sem selur „dry-age“ borgaranna hér á landi notar framleiðandi þeirra, Danish Crown, 200 ára gamla Himalaya saltsteina til að stilla rakastigið af í ferlinu en það kjöt sem valið er til að þurrka er eingöngu hágæða kjöt.

Það sem er einnig áhugavert við ferlið er að megnið af vökvanum í kjötinu þurrkast upp í ferlinu. Þetta verður bæði til þess að kjötið bragðast betur og helst betur við eldun. Að auki rýrnar kjötið umtalsvert minna en hefðbundið kjöt (sem rýrnar um þriðjung að meðaltali) og því má segja að neytandinn geri afbragðs kaup þegar hann kaupir dry-age borgarana. 

Einhverir hafa deilt því að notaður sé smoked Applewood Cheddar ostur en hann fæst meðal annars í Samkaupum. Cheddar osturinn er reyktur með eplavið sem gefur honum frábært bragð sem smellpassi við kjötið. Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum en teljum þetta þó fullkomlega rökrétt. 

Borgarinn er einnig á góðu verði sem gæti útskýrt vinsældir hans að hluta til. Ljóst er að „dry-age“ borgarinn er grillstjarna sumarsins sem er vonandi rétt að byrja.

mbl.is