Eldhússtólarnir sem slegist er um

mbl.is/Anna Karlin

Þið hafið mögulega séð þá á myndum úr eldhúsi Chrissy Teigen. Þeir minna helst á taflmenn og draga nafn sitt af þeim. Stílhreinir, ögrandi og óvenjulegir enda þarf að sérpanta þá og stykkið kostar tæpar 300 þúsund krónur. 

Hönnuður stólanna heitir Anna Karlin og sérhæfir sig í húsgögnum og skartgripum. Heimasíðan hennar er algjört augnakonfekt og sjálfsagt eru einhverjir sem láta sig dreyma um að eignast eitthvað af hönnun hennar - þá ekki síst skákstólana góðu sem eru sérlega fallegir. 

Heimasíðu Karlin er hægt að nálgast HÉR.

Eldhúsið hjá Chrissy Teigen og John Legend en stólarnir passa ...
Eldhúsið hjá Chrissy Teigen og John Legend en stólarnir passa sérlega vel við og sóma sér vel. mbl.is/
mbl.is/Anna Karlin
Hér má sjá borðstofuborðið sem er í stíl við stólana. ...
Hér má sjá borðstofuborðið sem er í stíl við stólana. Það kostar tæpar tvær milljónir. mbl.is/Anna Karlin
Hér er borið og stólarnir með annarri áferð.
Hér er borið og stólarnir með annarri áferð. mbl.is/Anna Karlin
mbl.is