Ertu djarfur í eldhúsinu?

Bleikur veggur er kannski ekki allra en fallegur er hann.
Bleikur veggur er kannski ekki allra en fallegur er hann. mbl.is/Colorfutures via Apartmenttheraphy

Myndir þú þora að mála eldhúsið bleikt eða setja litríkar flísar á veggina? Langflest eldhús sem finnast á heimilum í dag eru hvít þó að svarti liturinn hafi skotið sér inn ásamt gráum sem þykir frekar móðins í dag. Eldhús eru líka stór fjárfesting og því ekkert skrítið að fólk fari öruggu leiðina í litavali.

En þá má líka fara út fyrir kassann með því að mála veggina í hressandi litum, velja skrautlega mottu á gólfið, nýjar höldur á skápana, nú eða blanda saman mismunandi áferðum en innréttingin segir til um. Það er ekkert að „þora“ – bara kasta sér út í að breyta. Hér eru nokkrar myndir sem innblástur fyrir þá sem eru í eldhúspælingum. 

mbl.is/Cotemaison
mbl.is/Garde Hvalsø
mbl.is/Colorfutures via Apartmenttheraphy
mbl.is/Neptune
mbl.is/Cotemaison
mbl.is