Gómsæt bananakaka með kanil og súkkulaði

Bananakaka svíkur engan, en þessi er með kanil og súkkulaði.
Bananakaka svíkur engan, en þessi er með kanil og súkkulaði. mbl.is/Ditte Ingemann

Maður fær sjaldan leið á bananakökum og það er undantekning ef hún fellur ekki í skapið hjá einhverjum í fjölskyldunni. Bananar, kókos og súkkulaði – þríeyki sem klikkar seint.

Bananakaka með kanil og súkkulaði

 • 75 g kókosolía, mjúk
 • 3 egg
 • 3 bananar, þroskaðir
 • 100 g möndlumjöl
 • 45 g kókoshveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. kanill
 • Salt á hnífsoddi
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 75 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

 1. Setjið kókosolíu, egg og banana í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið við möndlumjöli, kókohveiti, lyftidufti, salti, kanil og vanillusykri í skál og hrærið saman við kókosolíublönduna í skál.
 2. Hakkið súkkulaðið gróft og bætið út í deigið.
 3. Smyrjið bökunarmót og hellið blöndunni í. Bakið við 200° á blæstri í 35-40 mínútur.
 4. Leyfið kökunni aðeins að hvíla áður en hún er skorin í sneiðar.
mbl.is/Ditte Ingemann
mbl.is