Ebba gefur góð ráð

Eftir að hafa kennt okkur að næra ungbörnin okkar með almennilegum mat, dansað frá sér allt vit á öldum ljósvakans og almennt verið hún sjálf í öllu sem hún gerir mætir frú Ebba í yfirheyrslu og eys úr viskubrunni sínum enda er hún betur að sér en flestir um hvað sé best að borða, hvernig og af hverju. Að auki er hún svo skemmtileg að það er ekki annað hægt en að dást að kraftinum í henni enda erum við öll inn við beinið bullandi Ebbu-aðdáendur.

Hollráð Ebbu

Eins og allir vita, en maður stundum gleymir, þá erum við öll afar misjöfn. Það hentar ekki eitt öllum. Til dæmis eiga sumir erfitt með að borða mikið af kolvetnum, eins og hvers kyns mjöli (hveiti til dæmis) og sykri. Margir finna fyrir sleni og þreytu, hausverk jafnvel, ef þeir borða kolvetnaríkan morgunverð sem dæmi, aðrir tala um að þeir eigi erfitt með að borða hæfilega skammta þegar kolvetni eru annars vegar (eins og brauð, sætabrauð og fleira í þeim dúr). Enn aðrir þola illa glúten sem finnst í hveiti, spelti og rúgi sem dæmi. Magaverkir og harðlífi eru dæmi um vanlíðan hjá þeim sem þola illa glúten en listinn er lengri. Auðvelt að skoða einkenni glútenóþols og ofnæmis á netinu. Gott þó að fara varlega í að hafa áhyggjur en hver sem er getur prófað að sleppa glúteni í um þrjár vikur til að athuga hvort líðan batni. Ekkert að því.

Þannig hentar sumum miklu betur að borða meira prótein og meira af góðri fitu og minnka kolvetni á móti. Sér í lagi einföld kolvetni.

Hvað mig sjálfa varðar finnst mér auðveldara að borða kolvetni í hófi og njóta þeirra þegar ég borða nóg af góðu próteini og góðri fitu. Hvorutveggja mettar og gleður, jafnar blóðsykur og gefur jafna og góða orku. Þá er miklu auðveldara að borða sætindi, án þess að líða mjög illa af þeim (minni blóðsykurstruflanir).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert