Snarlbakki Ebbu Guðnýjar

Snarlbakkar eru sívinsælir og þessi er sérlega huggulegur enda kemur hann úr smiðju Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hér má segja að sé hið fullkomna hjónaband huggulegheita og hollustu sem ætti alls staðar að slá í gegn.

Ebba segir að allt á bakkanum sé til fyrirmyndar enda sé það afar bragðgott, hollt og seðjandi að borða ávexti með möndlusmjöri á milli mála. „Döðlur með möndlusmjöri eða dökka tahini-inu frá MONKI eru ennfremur algjört sælgæti. Einnig er gott að setja möndlusmjör eða tahini í þeytinga til að fá góða fitu, prótein, steinefni og gott bragð," segir Ebba.

„Einnig má endilega henda möndlum, pekanhnetum, kasjúhnetum, hampfræjum eða öðrum hnetum/ fræjum sem manni finnst góð, út í þeytinga, út á grauta og svo framvegis,“ segir Ebba að lokum.

mbl.is