Nýja Moomin-línan verður í takmörkuðu upplagi

Vetrarlína Moomin mun detta í verslanir 19. október í takmarkaðan …
Vetrarlína Moomin mun detta í verslanir 19. október í takmarkaðan tíma. mbl.is/Iittala

Hinir litríku og lifandi Moomin-bollar finnast víða hvar á íslenskum heimilum og eru orðnir að söfnunaráráttu hjá sumum, enda soldið krúttaðir. Nýjasta vetrarlína Moomin ber heitið „Light Snowfall“ og mun detta í verslanir 19. október og verður fáanleg í takmarkaðan tíma. Myndefnið er byggt á bók Tove Jansson sem kom út árið 1957 þar sem Múmínsnáði upplifir snjókomu og vetur í fyrsta sinn eftir að hafa vaknað óvenjusnemma úr dvala.

mbl.is/Iittala
mbl.is